Bond Issue

September 03, 2018

Uppfært lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur. Horfur breytast í jákvæðar.

Mat Reitunar á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur er i.AA3 með jákvæðum horfum. Horfur breytast því úr stöðugum í jákvæðar. Einkunn lánshæfismatsins er óbreytt að öðru leyti.

Árið 2017 var fyrsta heila rekstrarár Orkuveitu Reykjavíkur að loknu Planinu. Árangur verkefnisins reyndist umtalsvert betri en þau markmið sem sett voru. Áframhaldandi aðhald og eftirfylgni áætlana hefur verið í kjölfar verkefnisins. Stjórnendur hafa undanfarin ár náð miklum árangri í að byggja upp fjárhagslegan styrk Orkuveitunnar. Dregið hefur úr skuldsetningu og markaðsáhættu, fyrirtækið starfar í talsvert betra rekstrarumhverfi, fjárhagskennitölur hafa batnað til muna og félagið hefur gott aðgengi að fjármagni. Auk þessara þátta liggur til grundvallar einkunninni að svigrúm er til að hækka gjaldskrá ef þess gerist þörf, sterkt regluverk og meiri hluti tekna tilheyrir sérleyfisrekstri og eigendur félagsins hafa reynst vera traustir bakhjarlar þess.

Til þess að bæta lánshæfi sitt enn frekar þarf Orkuveitan að halda áfram á þeirri braut, sem verið hefur að draga úr skuldsetningu og markaðsáhættu, styrkja og viðhalda bættri lausafjárstöðu, standa við arðgreiðsluskilyrði sem stjórn hefur sett sér og tryggja áframhaldandi aðgengi að fjármálamörkuðum.

Til baka