Bond Issue

September 21, 2018

Óbreytt lánshæfismat Kópavogsbær

Mat Reitunar á lánshæfi Kópavogs er i.AA2 með stöðugum horfum. Einkunn er óbreytt frá fyrra ári.

Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins með ríflega 35 þúsund íbúa og staðsett við hlið höfuðborgarinnar. Árleg fjölgun íbúa er að jafnaði 2-4%. Sveitarfélög eru hluti hins opinbera kerfis og byggja þau afkomu sína að mestu á skatttekjum. Nokkuð bjart er framundan í fjármálum sveitarfélagsins að öðru óbreyttu þar sem efnahagshorfur eru almennt nokkuð góðar, góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og innviðir Kópavogs eru traustir. Mikilvægt er hins vegar að haldið verði vel utan um kostnað og fjárfestingar og að áfram verði gætt aðhalds í rekstri.

Fjárhagsstaðan styrkist áfram. Skuldakennitölur hafa farið hratt batnandi og á árinu 2017 fór skuldaviðmið Kópavogsbæjar niður í 133% og er undir viðmiði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS). Markmiðið að fara undir viðmiðið náðist tveimur árum fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og er Kópavogsbær laus undan eftilrliti EFS. 

Til baka