Um Reitun

Reitun ehf er fyrirtæki sem stofnað var árið 2010 og sérhæfir sig í greiningum og mati á lánshæfi útgefenda á íslenskum skuldabréfamarkaði. Fyrirtækið er dótturfélag IFS Greiningar. Alþjóðlegu fyrirtækin Moodys, S&P og Fitch eru stærst og þekktust matsfyrirtækja. Auk þeirra er til mikill fjöldi staðbundinna matsfyrirtækja sem meta útgefendur á heimamarkaði. Reitun stefnir á að vera slíkt staðbundið matsfyrirtæki sem metur útgefendur á innlendum markaði.

 

Ávinningur lánshæfismats er margvíslegur og skýrir það þennan mikla fjölda matsfyrirtækja víða um heim. Fjárfestar gera víða kröfu um að útgefendur skuldabréfa gangist undir mat óháðs matsfyrirtækis áður en farið er í útgáfu. Lánshæfismat bætir því aðgengi útgefenda að skuldabréfamarkaðnum og bætir kjör þeirra þar sem með greiningu og mati eykst þekking og óvissa minnkar. Á sama hátt gerir aukin þekking fjárfesta á útgefanda þeim auðveldara að meta áhættu. Lánshæfismatsfyrirtæki byggja sín möt m.a. á trúnaðarupplýsingum og er það skylda útgefenda að fela engar mikilvægar upplýsingar fyrir matsaðilanum. Slíkt kallaði á trúnaðarbrest og þyrfti að bregðast við því á viðeigandi hátt.

 

Heiti fyrirtækisins, Reitun, er dregið af enska orðinu „Rating“ og þýðir mat eða flokkun.  

Reitun er í nánu samstarfi við IFS Greiningu til að byrja með en til stendur að auka aðskilnað smám saman.

Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á meiri upplýsingum.

Sími: 533 4600

Heimili: Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík

Tengiliður: Ólafur Ásgeirsson

Nánari upplýsingar um teymið sem kemur að þessari vinnu er að finna undir flipanum Starfsfólk.