Fréttir

 

May 25, 2012

Lánshæfismat á Arion banka og sértryggðum skuldabréfum bankans

Lánshæfismat Reitunar á Arion banka er B+

Afar erfitt rekstrarumhverfi hefur einkennt rekstur Arion banka frá stofnun 2008. Línur eru smám saman að skýrast varðandi efnahagsreikninginn og þá sérstaklega lánabókina. Bankinn er byrjaður að horfa fram á við og ætlar sér að vera tilbúinn þegar eðlileg bankaviðskipti taka við sér á ný.

Hátt mat byggir á sterku eiginfjárhlutfalli bankans, sterku lausafjárhlutfalli, og sterkri markaðsstöðu ásamt utanaðkomandi stuðningi Seðlabankans ef til þess kæmi. Bankinn er jafnframt á góðri siglingu í uppbyggingu til framtíðar og er vel staðsettur til að nýta sér tækifæri sem munu skapast þegar efnahagsumhverfið tekur við sér. Sveiflukennt rekstrarumhverfi kemur i veg fyrir hærri einkunn, en gjaldeyrishöft, síbreytilegt skatta- og lagaumhverfi eykur óvissuna í framtíðarrekstrarhorfum bankans. Draga mun úr óvissu í rekstrarumhverfi með tímanum sem að öllu jöfnu mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfi bankans.


Lánshæfismat Reitunar á sértryggðum skuldabréfum Arion banka er A

Lánshæfismat Reitunar á sértryggðum skuldabréfum útgefnum af Arion banka er A, sama og viðmiðunareinkunn Reitunar á ríkissjóði. Skilmálar sértryggðu skuldabréfanna falla undir regnhlíf Arion Covered Bond Programme. Meðal þeirra þátta sem lánshæfismatið nær til eru lánshæfismat Arion og áhættumat á tryggingasafninu. Lánshæfismat Arion er sterkt og byggir m.a. á sterkri stöðu bankans og íslenskum bankamarkaði og sterkri eiginfjárstöðu. Tryggingasafnið er að lágmarki 105% af útistandandi höfuðstól.

Reitun telur lánshæfismat sértryggðu skuldabréfa Arion vera sérlega gott og líkur á fullum endurheimtum mjög góðar og líkur á skertum endurheimtum hverfandi.


Matsskýrslu fyrir Arion banka má finna hér: ArionBankiLánshæfismat_apríl2012.pdf

Matsskýrslu fyrir sértryggð skuldabréf Arion banka má finna hér: ArionBanki sértryggð skuldabréf apríl 2012.pdfTil baka