Fréttir

 

July 05, 2013

Uppfært lánshæfismat Kópavogsbæjar

Lánshæfismat Reitunar á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur er B+ með jákvæðum horfum. Lánshæfismatið hefur því breyst úr stöðugum horfum í jákvæðar horfur. Vel hefur gengið að fylgja eftir aðgerðaráætlun Orkuveitunnar sem lagt var af stað með árið 2011. Gjaldskrá er nú vísitölutengd, dregið hefur úr rekstrarkostnaði og EBITDA framlegð félagsins er góð. Þröng lausafjárstaða dregur úr sveigjanleika Orkuveitunnar til að mæta áföllum en félagið er viðkvæmt fyrir ytri þáttum og markaðsáhætta er töluverð. Gerðir hafa verið vaxtaskiptasamningar til að draga úr vaxtaáhættu og er Orkuveitan vel varin fyrir vaxtabreytingum næstu árin. Erlendar skuldir félagsins eru 80% af heildarskuldum þess og gengisáhætta er stærsti áhættuþáttur þess. Unnið er að niðurgreiðslu skulda en félagið er þó enn mikið skuldsett. Sjóðstreymi Orkuveitunnar mun samkvæmt áætlun standa undir afborgunum og vöxtum skuldbindinga á næstu árum. Ef heldur áfram sem horfir er það mat Reitunar að félagið verði orðið fjárhagslega sterkt innan fárra ára.

Til baka