Fréttir

 

October 31, 2013

Uppfært lánshæfismat Kópavogsbæjar í október 2013

Lánhæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ með stöðugum horfum og er því óbreytt frá  því í júní þegar einkunnin var hækkuð úr B í B+. Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og áætlanir hafa staðist. Gengisáhætta Kópavogsbæjar er nú hverfandi en aðeins um 1,5% skulda eru í erlendum myntum. Stjórnendur hafa sýnt fram á áframhaldandi getu og vilja til að fylgja eftir markmiðum sem sett voru á árinu 2010. Horfur í efnahagsmálum eru sveitarfélaginu hagfeldar. Lóðaúthlutun gengur vel en það sem af er ári er bókfært úthlutunarverðmæti lóða um 800 - 900 m.kr. Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar hefur haldið áfram að batna á undanförnum misserum. Ekkert bendir til annars en að jákvæð þróun í rekstri sveitarfélagsins muni halda áfram. Áætlanir hafa gengið sem skyldi og eru skuldir viðráðanlegar og veltufé frá rekstri sterkt.

Matið má nálgast hér

Til baka