Fréttir

 

January 17, 2014

Tilkynning vegna breytinga á horfum Kópavogsbæjar

Að gefnu tilefni vilja starfsmenn Reitunar koma því á framfæri að árið 2010 var undirritaður samningur á milli Kópavogsbæjar og Reitunar um reglubundið mat á lánshæfi bæjarins. Af umfjöllun fjölmiðla má ráða að Kópavogsbær hafi fyrst kallað eftir lánshæfismati eftir ákvörðun bæjarstjórnar þann 14. janúar s.l. Í samningnum felst m.a. að Kópavogsbær er skuldbundinn til þess að tilkynna Reitun um alla þá atburði sem kunna að hafa áhrif á lánshæfismat bæjarins. Við þær aðstæður kallar Reitun eftir þeim gögnum sem nauðsynleg eru við mat á lánshæfi bæjarins og leggur sjálfstætt mat á fjárhagsleg áhrif þeirra atburða sem um ræðir. Meðal þess sem fram kemur í rökstuðningi Reitunar um breyttar horfur bæjarins er að ef útgjöld og fjárfestingar færu umfram áætlanir hefði það neikvæð áhrif á lánshæfismat Kópavogs að öðru óbreyttu, líkt og fram kom í síðustu uppfærslu frá því í október 2013.

Reitun ítrekar að það er óháð matsfyrirtæki sem hefur engra hagsmuna að gæta annarra en þeirra að birta réttar greiningar á því sem er til skoðunar hverju sinni.

Rökstuðning fyrir breyttum horfum má sjá í heild á heimasíðu Reitunar.  

Til baka