Fréttir

 

May 15, 2014

Lánshæfismat Arion banka hækkar í i.A3

Mat Reitunar á lánshæfi Arion banka er i.A3 með stöðugum horfum. Lánshæfismatið hefur því hækkað úr i.BBB1 með jákvæðum horfum. Áframhaldandi bati í eignagæðum, þ.m.t. minnkandi vanskil, mun að öðru óbreyttu leiða til hærri einkunnar. Reitun breytti einkunarskala sínum fyrr á árinu til samræmis við það sem þekkist á alþjóðlegum markaði. Reitun bætir hinsvegar i. fyrir framan einkunnina sem táknar að einkunnin nær til innlends skuldabréfamarkaðar með útgáfur í íslenskum krónum.  Verulegur munur getur verið á einkunnum á innlendum og alþjóðlegum skuldabréfamarkaði þar sem viðmiðið er annað. Áhætta á innlendurm fjármagnsmarkaði getur verið meiri út frá mati alþjóðlegra fjárfesta þar sem samanburður er annar. Á alþjóðlegum markaði er viðmiðið bestu aljþóðlegu útgefendur með einkunnina AAA en á innlendum markaði er besti lántakinn ríkissjóður. Séríslenskar aðstæður, eins og til dæmis gjaldeyrishöft, hafa meiri áhrif á alþjóðlega einkunn.  Tilkynning um breytingu hér.


 


Til baka