Fréttir

 

June 25, 2014

Lánshæfi Orkuveitunnar hækkar í i.A3

Mat Reitunar á lánshæfi Orkuveitunnar er i.A3 með stöðugum horfum. Lánshæfismatið hefur því hækkað um einn flokk, úr i.BBB1 í i.A3. Vel hefur gengið að ná markmiðum Plansins og er staða þess nú umfram áætlun. Þrátt fyrir batnandi fjárhagsstöðu og minni áhættu vinnur félagið að áframhaldandi aðgerðum til aukins fjárhagslegs svigrúms. Lánshæfi Orkuveitunnar ætti að styrkjast samhliða.


Matsskýrsluna má finna hér.


Lánshæfismat Reitunar byggir á innlendu mati en ekki alþjóðlegu mati og því er i. fyrir framan einkunnarbókstafina. Alþjóðlegt mat miðar einkunn út frá besta alþjóðlega lántakandanum og áhættu eins og hún horfir við alþjóðalegum fjárfestum, en innlent mat miðar við besta innlenda lántakann, þ.e. ríkissjóð og áhættu eins og hún horfir við innlendum fjárfestum. Viðmiðunareinkunn besta innlenda lántakans, ríkissjóðs, er i.AAA.

Til baka