Fréttir

 

April 21, 2015

Lánshæfi Arion banka hækkar í i.A2

Einkunn

Mat Reitunar á lánshæfi Arion banka er i.A2 með stöðugum horfum. Lánshæfismatið hefur því hækkað úr i.A3 með stöðugum horfum.

Samantekt – sterkir innviðir en brothætt umhverfi

Áframhaldandi bati í eignagæðum, hækkandi eiginfjárþáttur A, góð arðsemi af kjarnastarfsemi og ágætar hagvaxtarhorfur eru meginástæður hækkunar á lánshæfiseinkunn. Úrvinnsla vandræðalána hefur gengið samkvæmt áætlun og gæði lánasafnsins hafa aukist til muna auk þess sem hlutfall íbúðalána í lánasafni hefur hækkað og veðstaða áfram batnað samhliða hækkandi fasteignaverði.

Almennt byggir lánshæfismatið á góðum rekstri, sterkri markaðsstöðu, batnandi áhættudreifingu, háu eiginfjárhlutfalli og sterku lausafjárhlutfalli, ásamt líklegum stuðningi Seðlabankans ef til kæmi. Jafnframt er minnkandi óvissa um gæði eigna bankans og afskriftaþörf fer minnkandi. Efnahagshorfur eru ágætar og framtíðarhorfur bankans góðar. Á hinn bóginn stafar bankanum hætta af þeirri óvissu sem felst í losun fjármagnshafta og uppgjöri við þrotabú bankanna. Einnig er óvissa tengd ýmsum málaferlum og þá helst vegna verðtryggðra og gengisbundinna lána.

Horfur eru á að lánshæfi bankans gæti batnað enn frekar þegar óvissuþættir í rekstrarumhverfinu skýrast betur, með bættum gæðum útlánasafnsins og stöðugleika í rekstri.

Lánshæfismatið er að finna hér.

Til baka