Fréttir

 

May 19, 2015

Mánaðarskýrsla fyrir apríl 2015

Reitun gefur skuldabréfi einkunnina i.AAA í fyrsta sinn

Sértyggð skuldabréf Arion banka metin i.AAA

Lánshæfismat Reitunar á sértryggðum skuldabréfum, útgefnum af Arion banka hf., hækkar í hæstu mögulega einkunn eða i.AAA í lok apríl. Útgáfan er sú fyrsta sem hlýtur i.AAA einkun frá Reitun. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfiseinkunn bankans auk þess sem yfirveðsetning í tryggingasafni er rífleg. Efnahagsaðstæður hafa batnað. Hagvaxtarhorfur eru ágætar en brothættar vegna þeirrar óvissu sem framundan er vegna losunar fjármagnshafta, uppgjörs við þrotabú gömlu bankanna og yfirstandandi dómsmála sem tengjast lögmæti gengistryggingar og verðtryggingar. Það sem gæti m.a. lækkað lánshæfiseinkunn sértryggðu skuldabréfanna væri ef lánshæfi Arion banka lækkaði, yfirveðsetning væri ekki rífleg að mati Reitunar eða ef efnahagsaðstæður mundu versna mikið frá því sem nú er.

Arion banki hækkaður í i.A2

Reitun uppfærði lánshæfismat Arion banka í apríl og hækkaði lánshæfismatið í i.A2. Áframhaldandi bati í eignagæðum, hækkandi eiginfjárþáttur A, góð arðsemi af kjarnastarfsemi og ágætar hagvaxtarhorfur eru meginástæður hækkunar á lánshæfiseinkunn. Úrvinnsla vandræðalána hefur gengið samkvæmt áætlun og gæði lánasafnsins hafa aukist til muna auk þess sem hlutfall íbúðalána í lánasafni hefur hækkað og veðstaða áfram batnað samhliða hækkandi fasteignaverði.

Almennt byggir lánshæfismatið á góðum rekstri, sterkri markaðsstöðu, batnandi áhættudreifingu, háu eiginfjárhlutfalli og sterku lausafjárhlutfalli, ásamt líklegum stuðningi Seðlabankans ef til kæmi. Jafnframt er minnkandi óvissa um gæði eigna bankans og afskriftaþörf fer minnkandi. Efnahagshorfur eru ágætar og framtíðarhorfur bankans góðar. Á hinn bóginn stafar bankanum hætta af þeirri óvissu sem felst í losun fjármagnshafta og uppgjöri 

við þrotabú bankanna. Einnig er óvissa tengd ýmsum málaferlum og þá helst vegna verðtryggðra og gengisbundinna lána.

Horfur eru á að lánshæfi bankans gæti batnað enn frekar þegar óvissuþættir í rekstrarumhverfinu skýrast betur, með bættum gæðum útlánasafnsins og stöðugleika í rekstri.

Orkuveitan hækkar í i.A1

Reitun uppfærði nýlega lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur. Mat Reitunar á lánshæfi Orkuveitunnar er i.A1 með stöðugum horfum. Lánshæfismatið hefur því hækkað um tvo flokka, úr i.A3 í i.A1.

Horfum í lánshæfi Orkuveitunnar var breytt í jákvæðar í janúar sl. og staðfesti uppgjör félagsins þá þróun sem væntingar stóðu til um. Áframhaldandi styrking á fjárhagsstöðu félagsins, trúverðug fjárhagsáætlun ásamt góðum árangri í að ná markmiðum Plansins og staðfesta stjórnar og stjórnenda er ástæða þess að einkunn félagsins hækkar um tvö þrep. Samhliða batnandi fjárhagsstöðu og minni áhættu vinnur félagið áfram að aðgerðum til aukins fjárhagslegs svigrúms eins og fram kemur í fjárhagsáætlun þess. Framundan er m.a. fjármögnun sem ætti að styrkja veltufjárhlutfall fyrirtækisins. Svigrúm er til áframhaldandi styrkingar á lánshæfi félagsins gangi markmið og áætlun þess eftir.

Mikilvægi einkunna

Einkunnir eru víða notaðar og koma sér almennt vel.  Þær eru samandregin niðurstaða margra ólíkra þátta í eina einkunn. Lánshæfiseinkunn endurspeglar bæði greiðslufallslíkur og vaxtaálag.  Hún er því afar nytsamleg og ætti að hjálpa bæði útgefendum og fjárfestum í verðlagningu og viðskiptavilja.   Erlendis tíðkast jafnframt að setja einkunnarviðmið í fjárfestingarstefnur og heimildarlista.  Oftast hækka þannig heimildir eftir því sem einkunnin er betri og auk þess sem almennt er sett eitthvert einkunnargólf.  Einkunnir Reitunar eru með i. fyrir framan hástafina, t.d. i.AA1, þar sem verið er að vísa í  að um mat í íslensku krónum er að ræða en ekki alþjólegt mat.  Aðferðafræði, matsgrindur og gagnagrunnar  svipar mjög til þess sem unnið er með hjá sérhæfðum erlendum lánshæfismatsfyrirtækjum.  Hér til hliðar er að finna töflu um dreifingu vaxtaálags og viðmiðunarlíkur greiðslufalls.  Ólíklegt er að mörg innlend fyrirtæki muni sækja sér lánshæfismat til alþjóðlegra lánshæfismatsfyrirtækja vegna skuldabréfaútgáfu í krónum.  Það ætti því að vera gott að hafa sérhæft lánshæfismatsfyrirtæki eins og Reitun sem einblínir á útgáfur í krónum með Íslenska ríkið sem besta lántaka í krónum


 

uppfærði lánshæfismat

Arion banka í apríl og hækkaði lánshæfismatið í i.A2. Áframhaldandi bati í eignagæðum, hækkandi eiginfjárþáttur A, góð arðsemi af kjarnastarfsemi og ágætar hagvaxtarhorfur eru meginástæður hækkunar á lánshæfiseinkunn. Úrvinnsla vandræðalána hefur gengið samkvæmt áætlun og gæði lánasafnsins hafa aukist til muna auk þess sem hlutfall íbúðalána í lánasafni hefur hækkað og veðstaða áfram batnað samhliða hækkandi fasteignaverði.

 

Almennt byggir lánshæfismatið á góðum rekstri, sterkri markaðsstöðu, batnandi áhættudreifingu, háu eiginfjárhlutfalli og sterku lausafjárhlutfalli, ásamt líklegum stuðningi Seðlabankans ef til kæmi. Jafnframt er minnkandi óvissa um gæði eigna bankans og afskriftaþörf fer minnkandi. Efnahagshorfur eru ágætar og framtíðarhorfur bankans góðar. Á hinn bóginn stafar bankanum hætta af þeirri óvissu sem felst í losun fjármagnshafta og uppgjöri

við þrotabú bankanna. Einnig er óvissa tengd ýmsum málaferlum og þá helst vegna verðtryggðra og gengisbundinna lána.

 

 

Horfur eru á að lánshæfi bankans gæti batnað enn frekar þegar óvissuþættir í rekstrarumhverfinu skýrast betur, með bættum gæðum útlánasafnsins og stöðugleika í 

Til baka