Fréttir

 

September 17, 2015

Reitun uppfærir skuggamöt sveitarfélaga

Reitun hefur uppfært þau skuggamöt sveitarfélaga sem félagið fylgist með. Litlar breytingar voru á mötunum frá því á síðasta ári. Rekstur sveitarfélaganna gekk almennt verr á síðasta ári en árið þar á undan og má helst rekja það til aukins kostnaðar þeirra einkum vegna hækkandi launa.

EBITDA og handbært fé frá rekstri voru því almennt bæði lægri en árið á undan. Skuldamargfaldarinn, vaxtaberandi skuldir/tekjur, lækkaði þrátt fyrir það að öllu jöfnu. Horfur fyrir lánshæfi sveitarfélaga er almennt til hækkunar að mati Reitunar að öðru óbreyttu.

Fyrir nánari upplýsingar um skuggamöt Reitunar, hafið samband í s. 5334600 eða hjá hreidar@reitun.is

 

 

Til baka