Fréttir

 

September 17, 2015

Uppbygging skuldabréfamarkaðar með fyrirtækjabréf - skýrsla frá WEF

Stutt samantekt sem send er út til fróðleiks og sýnir nokkra punkta úr áhugaverðri grein sem World Trade Forum gaf út „Accelerating Emerging Capital Markets Development Corporate Bond Markets“


Skýrsluna má finna á heimasíðu World Economic Forum með því að ýta á þessa slóð.

Öflugur markaður fyrir fyrirtækjaskuldabréf er og verður mikilvægur fyrir fyrirtæki um allan heim að mati World Economic Forum. Breyttar aðstæður fjármálafyrirtækja þar sem geta og vilji þeirra til lánveitinga hefur minnkað gerir þörfina enn meiri að mati stofnunarinnar. Ef vel tekst til þá getur það, að þeirra mati, leitt til aukins hagvaxtar og fjármálastöðugleika.

Þessi samantekt þeirra er um margt áhugaverð. Auk hvatningarinnar er bent á leiðir til úrbóta og sett fram á einfaldan hátt. Í flestum þróaðri ríkjum er fyrirtækjaskuldabréfamarkaður mun lengra á veg kominn en hér heima. Fram kemur í samantektinni að margt sé hægt að gera til að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að skuldabréfamarkaðnum ásamt því að auka seljanleika bréfanna. 

Lánshæfismöt gegna mikilvægu hlutverki að þeirra mati og eru ein af grunnstoðum innviða fyrirtækjaskuldabréfamarkaðar. 

Vonum að þér lítist vel á þessa samantekt WEF. Við viljum senda hana út þó svo við nánast undantekningarlaust erum ekki að senda út samantektir og aðrar greinar annarra en það sem unnið er af Reitun.

Til baka