Fréttir

 

November 13, 2015

Reitun uppfærir skuggamöt fasteignafélaga

Reitun hefur uppfært þau skuggamöt fasteignafélaga sem félagið fylgist með. Lánshæfi fasteignafélaga er almennt að hækka en horfur á atvinnuhúsnæðismarkaði eru taldar jákvæðar.

Grunnrekstur fasteignafélaga hefur verið að styrkjast og nýtingarhlutföll verið há samanborið við fyrri ár. Efnahagur fasteignafélaga hefur einnig náð jafnvægi, en seinustu stóru fjárhagslegu endurskipulagningunni var lokið á árinu, með endurfjármögnun Reita og Reita 2. Horfur fyrir lánshæfi fasteignafélaga er almennt til hækkunar að mati Reitunar að öðru óbreyttu og eru væntingar um áframhaldandi uppgang á atvinnuhúsnæðismarkaði samhliða auknum hagvexti.

Skuggamöt Reitunar má nálgast með að hafa samband í gegnum reitun@reitun.is eða í síma 533-4600

Til baka