Fréttir

 

November 24, 2015

Uppbygging skuldabréfamarkaðar

Skuldabréfamarkaður með fyrirtækjabréf hefur verið að stækka. Nokkur stór útboð eru í farvatninu og til viðbótar eru einhverjir á hliðarlínunni sem fylgjast með og meta stöðuna. Breytt regluumhverfi og auknar eiginfjárkröfur bankanna geta haft áhrif á framboð lánsfjár banka og verðlagningu þegar þessar breytingar fara að taka meira í en nú er. Skuldabréfamarkaðurinn á því mjög líklega eftir að þroskast og dafna vel á næstu misserum að öðru óbreyttu. Mikilvægt er fyrir hagsmunaaðila að horfa framávið og meta hvernig skuldabréfamarkaður með fyrirtækjabréf ætti að byggjast upp til lengri tíma þannig að hann verði sem skilvirkastur og hagkvæmastur.

Góð skýrsla frá WEF um uppbyggingu skuldabréfamarkaðar

Samtökin World Economic Forum (WEF) gáfu í vor út skýrslu þar sem þau hvetja ríki sem ekki hafa öflugan skuldabréfamarkað að gera bragabót þar á. Þessa skýrslu er hægt að finna á heimasíðu samtakanna http://www.weforum.org/reports/accelerating-emerging-capital-markets-development-corporate-bond-markets “. Góð skýrsla sem vert er að fletta í gegnum. Það er nokkuð ljóst af lestri skýrslunnar að Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki kominn langt á þróunarbrautinni og ýmis verk að vinna til að bæta þar úr. Í skýrslunni er m.a. sýnd þróunarferli skuldabréfamarkaðar þar sem fyrsta stigið er útgáfa ríkisbréfa og innleiðing nauðsynlegra innviða. Í öðru þrepi bætast síðan við fleiri mjög traustir útgefendur eins og félög með ríkisábyrgð, sveitarfélög, bankar og eignavarðar útgáfur. Síðan heldur uppbyggingin áfram stig af stigi með þátttöku fleiri fyrirtækja, fjármálafyrirtækja í að auka seljanleika og afleiðna til áhættustýringar og aukins seljanleika. Fjárfestahópurinn breikkar einnig ...


SJÁ GREININGU HÉR Í PDF

Til baka