Fréttir

 

May 31, 2016

Lánshæfi Lánasjóðs sveitarfélaga

Mat Reitunar á lánshæfi Lánasjóðs sveitarfélaga er áfram besta einkunn eða i.AAA með stöðugum horfum.

Í stuttu máli byggir lánshæfiseinkunn Reitunar, i.AAA, fyrir Lánasjóð sveitarfélaga (LS) helst á eftirfarandi þáttum:

  • Lagaumgjörð sjóðsins (lög nr. 150/2006) sem opinbert þjónustufyrirtæki. Sjóðurinn er í fullri eigu íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk LS er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum með veitingu lána og/eða ábyrgða.

  • Reglugerð nr. 835/2015 um tryggingu LS í tekjum sveitafélags þar sem sveitrarfélag getur veitt LS veð í útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Slík veðsetning er meginkrafa lánasjóðsins vegna lántöku hjá sjóðnum. Útlán sjóðsins eru nánast undantekningarlaust (99%) með slíka tryggingu.

  • Gott aðgengi að innlendum fjármálamarkaði og mikil eftirspurn í útboðum skuldabréfaflokka LS á markaði. Skuldabréf LS eru ein af fáum skuldabréfum sem Seðlabankinn hefur heimild til að samþykkja sem tryggingu í viðskiptum við bankann. 

  • Markaðshlutdeild á skilgreindum markaði LS er um 30%.


Til baka