Fréttir

 

July 07, 2016

Lánshæfi Arion banka i.A2 með jákvæðum horfum

Einkunn

Mat Reitunar á lánshæfi Arion banka er i.A2 með jákvæðum horfum.

Samantekt – ytra umhverfi og innviðir styrkjast áfram

Arion banki hefur nýtt sér vel þann góða meðbyr sem verið hefur í íslensku efnahagslífi til að byggja upp traustan og vel rekinn banka. Allar helstu fjárhagskennitölur hans eru nú meðal þess sem batnar og niðurstöður álagsprófa koma ágætlega út. Almennt byggir lánshæfismatið á góðum rekstri, sterkri markaðsstöðu, batnandi áhættudreifingu, háu eiginfjárhlutfalli og sterku lausafjárhlutfalli, ásamt líklegum stuðningi Seðlabankans ef þörf reynist á. Efnahagshorfur eru ágætar og framtíðarhorfur bankans góðar að mati Reitunar

Horfur eru á að lánshæfi bankans gæti batnað enn frekar ef vel tekst til við losun fjármagnshafta. Takist hinsvegar illa til í því verkefni gæti það haft neikvæð áhrif á lánshæfismatið.

Lánshæfismatið er að finna hér.Til baka