Fréttir

 

July 07, 2016

Lánshæfi sértryggðra skuldabréfa Arion banka óbreytt í i.AAA

Einkunn
Lánshæfismat Reitunar á sértryggðum skuldabréfum, útgefnum af Arion banka hf., er staðfest í hæstu mögulega einkunn eða i.AAA. Reitun telur að eignagæði í undirliggjandi tryggingasafni, auk i.A2 lánshæfiseinkunnar Arion banka staðfesti lánshæfi sértryggðra skuldabréfa Arion banka. Að mati Reitunar er umframveðþekja í tryggingasafni rífleg auk þess sem mikill meirihluti veðskuldabréfa er í eignum staðsettum í þéttbýliskjörnum landsins.. Horfur í efnahagsmálum eru jákvæðar og núverandi efnahagsaðstæður ágætar.

Lánshæfismatið er að finna hér.

Til baka