Fréttir

 

July 20, 2017

Lánshæfi Búseta

Reitun hefur uppfært lánshæfismat Búseta. Einkunn félagsins er óbreytt i.AA3 með stöðugum horfum.


Fjárhagsstaða félagsins er traust, áætlanir stjórnenda hafa gengið eftir, eftirspurn eftir eignum er góð og endurfjármögnun á markaði gekk vel. Veðrými er áfram gott og öflug lagaumgjörð er einnig til grundvallar einkunnar. Markaðsstaða, fjárhagsstaða, gæði eigna, reynsla og stjórnendur eru allt jákvæðir áhrifaþættir. Meiri óvissa er hins vegar tengd nýbyggingum eins og ávallt og stórt framkvæmdalán er til endurfjármögnunar á næsta ári.

 Hér má nálgast greininguna. 

 

Til baka