Fréttir

 

July 20, 2017

Lánshæfi Byggðastofnunar

Reitun hefur uppfært lánshæfismat Byggðastofnunar. Einkunn stofnunarinnar er óbreytt i.AAA með stöðugum horfum.

Einföld ríkisábyrgð vegur þyngst í i.AAA lánshæfiseinkunn Reitunar á skuldbindingum Byggðastofnunar. Að mati Reitunar er óumdeilt að Byggðastofnun njóti sömu ríkisábyrgðar og t.d. Íbúðalánasjóður og að ríkissjóður muni styrkja félagið með nægu eigin fé ef þörf er á því. Á árunum 2010-2013 lagði ríkissjóður fram 6,6 ma.kr. eiginfjárframlag til stofnunarinnar og eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er í dag 22,74% skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Byggðastofnun er ríkisstofnun, í eigu og á ábyrgð íslenska ríkisins. Hlutverk stofnunarinnar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Útlánastarfsemi Byggðastofnunar felst einkum í að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum utan höfuðborgarsæðisins aðgang að lánsfé.

Hér má nálgast greininguna.

Til baka