Fréttir

 

September 08, 2017

Lánshæfi Kópavogs

Reitun hefur uppfært lánshæfismat Kópavogsbæjar. Lánshæfismat sveitarfélagsins er i.AA2  með stöðugum horfum og hækkar því um tvo flokka úr i.A1.

Hækkunin er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar skuldahlutfalls en lækkun viðmiðsins undir 150% var forsenda þess að einkunn bæjarins myndi hækka, skuldahlutfall bæjarins var 146% síðustu áramót. Rekstur sveitarfélagsins gengur vel og áætlanir ganga eftir. Efnahagur bæjarins heldur áfram að styrkjast og efnahagshorfur eru jákvæðar.

Hér má nálgast greininguna.

Til baka