Fréttir

 

December 19, 2017

Reitun uppfærir skuggamöt sveitarfélaga

Reitun hefur uppfært þau skuggamöt sveitarfélaga sem félagið fylgist með. Litlar breytingar eru á mötunum frá því á síðasta ári, nema að horfur eru metnar stöðugar í stað neikvæðar hjá Reykjanesbæ. Almennt gekk rekstur sveitarfélaganna mjög vel 2016 og útlit fyrir að áframhald verði á því 2017. Má yfirleitt rekja það til meiri tekna og minni fjármagnskostnaðar.

Þau eru rekin með afgangi og EBITDA og handbært fé frá rekstri almennt hærri en árið áður. Skuldahlutfall lækkaði yfirleitt og nokkur náðu undir 150% markið. Horfur í rekstri sveitarfélaga eru almennt góðar og gætu leitt til hækkunar að mati Reitunar að öðru óbreyttu, en þó verður að slá þann varnagla að næsta ár, 2018, er kosningaár til sveitarstjórna.

Fyrir nánari upplýsingar um skuggamöt Reitunar, hafið samband í s. 533-4600 eða hjá reitun@reitun.is

Til baka