Fréttir

 

April 25, 2018

Reitun uppfærir lánshæfismat Eikar fasteignafélags hf.

Reitun hefur uppfært lánshæfismat Eikar fasteignafélags. Lánshæfismat félagsins er i.AA2 með stöðugum horfum og er óbreytt á milli ára.

Eik fasteignafélag hefur vaxið mikið undanfarin ár og aukið umsvif sín til muna. Rekstur félagsins er sterkur, eignasafn er dreift, leigutakar fjölbreyttir og veðsetning ekki fullnýtt. Lausafjárstaða félagsins er góð og sjóðstreymi er sterkt.

Að mati Reitunar er umhverfið sem Eik starfar í einn stærsta áhættuþáttur þess þar sem félagið starfar aðeins í einu hagkerfi. Ef kæmi niðursveifla sem yrði óvenju langvinn og/eða djúp, gæti það leitt til aukinnar tíðni gjaldþrota hjá leigutökum auk þess sem fleiri þyrftu mögulega að hagræða í rekstri, minnka við sig að loknum leigusamningum o.s.frv. Því fylgir tilheyrandi tekjutap fyrir félagið og möguleg hækkun gjalda.

Lánshæfismatið er að finn hér:  Eik lánshæfismat apríl 2018.pdf

Til baka