Fréttir

 

September 07, 2018

Lánasjóður sveitarfélaga -uppfært lánshæfismat

Niðurstaða

Mat Reitunar á lánshæfi Lánasjóðs sveitarfélaga (LS) er áfram í efsta flokki með einkunnina i.AAA með stöðugum horfum. Lánshæfismatið er óbreytt frá síðustu uppfærslu. 

Sem fyrr einkennir stöðugleiki rekstur Lánasjóðs sveitarfélaga. Engin eftirmál svo nefndra hrunsmála, né annarra eru lengur í gangi og almennt er ástand efnahagsmála mjög gott. Afkoma sveitarfélaga árið 2017 var með betra móti og fjárhagskennitölur og skuldaviðmið styrktust til muna. Sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu eru einu lántakar sjóðsins og betri afkoma þeirra ein og sér styrkir lánshæfi sjóðsins. Sérstök lög, lög nr. 150/2006, gilda um Lánasjóð sveitarfélaga og skv. 2. mgr. 68.gr. laga nr. 138/2011 er sveitarfélögum heimilt að veðsetja Lánasjóði sveitarfélaga tekjur þeirra. Hvoru tveggja vegur þungt í góðri lánshæfiseinkunn sjóðsins. Þá verða sveitarfélög ekki gjaldþrota skv. sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 vegna inngripa ríkisvaldsins undir slíkum kringumstæðum. Fjárhagskennitölur Lánasjóðsins eru áfram mjög góðar og tilgangur starfseminnar sem fjármögnunaraðili fyrir eigendur (sveitarfélög landsins) er skýr og lögformlegur ásamt lögbundnum tryggingum í tekjum sveitarfélaganna. Það hverjir eigendur sjóðsins eru, lagaumgjörð þeirra og gegnsæi í vinnu hefur einnig jákvæð áhrif á einkunnina. 

Sjá nánar í mf. pdf skjali.

Til baka