Fréttir

 

September 07, 2018

Uppfært lánshæfismat á Búseta - i.AA3 með jákvæðum horfum

Reitun birtir nú uppfært mat á lánshæfi Búseta og er það i.AA3 með jákvæðum horfum sem er breyting frá síðasta mati sem var i.AA3 með stöðugum horfum. Fjárhagsstaða félagsins er traust, áætlanir stjórnenda hafa gengið eftir, eftirspurn eftir eignum er góð og fjármögnun hefur gengið vel. Veðrými hefur aukist vegna hækkunar á fasteignamati umfram áhvílandi skuldir. Það ásamt öflugri lagaumgjörð er einnig grunnur einkunnarinnar. Þegar við bætist að flestar fjárhagskennitölur hafa batnað milli ára gerir horfur félagsins jákvæðar. Markaðsstaða, fjárhagsstaða, gæði eigna, reynsla og stjórnendur eru allt jákvæðir áhrifaþættir. Hins vegar eru mikil umsvif og uppbygging og stækkun eignasafns stór framkvæmdalán til endurfjármögnunar á döfinni og slíkt veldur ákveðinni óvissu meðan á stendur en styrkir félagið til lengdar.

Til baka