top of page

Frétt í Viðskiptablaðinu um UFS möt Reitunar og LSR

Viðskiptablaðið fjallar um birtingu LSR á niðurstöðum UFS mats Reitunar á eignasafni sjóðsins.

Fréttir í Viðskiptablaðinu má sjá hér og hér ásamt lengri umfjöllun hér.


Reitun gefur árlega út UFS mat (e. ESG ratings) á útgefendum skuldabréfa og hlutabréfa í íslensku kauphöllinni að beiðni innlendra fjárfesta, sem nýta mötin til þess að gera betur grein fyrir stöðu eignasafna út frá sjálfbærni og sem stuðning við ábyrga fjárfestingastarfsemi. Reitun býður einnig upp á sértæk UFS möt á óskráðum félögum sé þess óskað.


Í fréttinni kemur fram að UFS mat Reitunar fyrir LSR nær yfir 68% af innlendum eignum í sjóðnum. Í UFS matinu eru félög metin út frá frammistöðu í umhverfisþáttum, félagsþáttum og stjórnarháttum og gefin stig fyrir hvern flokk á bilinu 0-100 punktar. UFS mat Reitunar er unnið út frá sjálfbærniskýrslu félagsins og öðrum opinberum upplýsingum ásamt samskiptum við forsvarsmenn félagsins.


Við framkvæmd á UFS mati hefur Reitun alltaf samband við félagið og því gefinn kostur á að svara spurningum á þeim tíma sem matið er unnið. Samskipti við forsvarsmenn félagsins eru mikilvæg til að réttar upplýsingar og forsendur liggi fyrir sem skilar sér í traustari niðurstöðum. Félögum er einnig gefinn kostur að koma í ítarlegt mat þar sem fleiri samtöl eiga sér stað með stjórnendum. Þannig er hægt að draga úr óvissu upplýsinga og betur hægt að meta virkni sem og árangur. Í ítarlegu mati fær félagið aðgengi að lokaskýrslu sem það getur nýtt til að ná betri árangri en í skýrslunni er greint frá helstu tækifærum og áhættum og veitir mikilvægan samanburð við aðra.


Hægt er að bóka kynningu á UFS mötum með því að hafa samband við Reitun á [email protected].

Recent Posts

See All

UFS mat 2023 - Sjóvá

Reitun hefur gefið út UFS mat á Sjóvá og endar félagið í flokki B2 með 78 stig. Sjá tilkynningu á vef Sjóvá

Comments


bottom of page