Áhættugreiningar & lánshæfismöt
2 / Fyrir hverja
Þjónusta
Reitun býður þeim sem þess óska að greina og meta lánshæfi hvort sem er í þeim tilgangi að sjá betur hver staðan er m.t.t. einkunnar og verðlagningar og/eða til að fá leiðbeiningu um leiðir til að bæta lánshæfiseinkunn. Niðurstaða er í formi einkunnar sem endurspeglar líkur á greiðslufalli að skuldir séu ekki greiddar á réttum tíma. Reitun vinnur lánshæfismöt út frá opinberum upplýsingum á helstu skráðu útgefendum skuldabréfa, bæði fyrirtækja og sveitarfélaga. Þessi möt er hægt að kaupa af Reitun. Jafnframt vinnur Reitun lánshæfismöt á óskráðum fyrirtækjum og öðrum rekstraraðilum að beiðni þeirra.
Reitun tekur einnig að sér að leggja mat á lánaáhættu eignasafna. Niðurstaða sýnir samanlagða greiðslufallsáhættu eignasafnsins ásamt metinni tapsáhættu. Með þessu móti er t.d. hægt að fylgjast með þróun á áhættu safns yfir tímabil og fá tillögu um upphæð afskriftar í varasjóð til að mæta væntum töpum.
Frá 2010 – 2018 gaf Reitun út opinber lánshæfismöt. Reglugerð frá Evrópusambandinu um lánshæfismatsfyrirtæki, sem innleidd var hérlendis 2017 (nr. 50/2017) gerir m.a. kröfu um starfsleyfi fyrir opinberar birtingar og varð Reitun því að hætta þeim útgáfum. Við teljum að þessi möt hafi hjálpað fyrirtækjum við fjármögnun á markaði og fjárfestum við að endurheimta aftur traust og trúverðugleika á fjárfestingum í fyrirtækjaskuldabréfum eftir hrun.
Fyrir hverja
Lánshæfismöt gagnast
Fjárfestum og lánveitendum
Fyrirtækjum og stofnunum
Fyrir fjárfesta og lánveitendur
Vel unnið og sanngjarnt lánshæfismat nýtist lánveitendum og fjárfestum vel við áhættumat og verðlagningu. Aðferðafræði Reitunar byggist á aðferðafræði matsfyrirtækja (e. rating agencies).
-
Hlutlaust mat á eðli og umfangi lánsáhættunnar
-
Niðurstaða í formi einkunnar gefur vísbendingar um markaðskjör (vaxtaálag)
-
Einfaldur samanburður við aðra
-
Einkunn nýtt við mat á greiðslufallslíkum, tapslíkum og væntri afskriftaþörf
-
Aukin vinnuhagræðing
Fyrir fyrirtæki og stofnanir
Ávinningur af lánshæfismati fyrir fyrirtæki felst einkum í aukinni þekkingu á helstu áhættuþáttum, betra aðgengi að fjármögnunarkostum og hagstæðari kjörum.
-
Fullbúið lánshæfismat er vel tekið af lánveitendum og fjárfestum
-
Veitir skýra mynd á helstu áhættuþáttum og leiðum til úrbóta
-
Einkunn gefur lántaka gott innsæi á líkleg kjör og eftirspurn
-
Í flestum tilfellum lækka vaxtakjör og fjármögnunarleiðum fjölgar
-
Hægt að nota við fjármögnun og stöðumat
Aðferðafræði
Aðferðafræði lánshæfismata
Lánshæfismöt Reitunar byggja á eigin aðferðafræði sem þróuð hefur verið á undanförnum misserum og taka mið af kröfum Evrópusambandsins og Eftirlitsstofnunar Evrópu (ESMA). Aðferðafræðin er því mjög í anda þeirrar aðferðafræði sem notuð er af stóru matsfyrirtækjunum og ætti að mestu að endurspegla efnistök, niðurstöður og einkunn þeirra. Mælingar hafa sýnt að fylgni milli einkunna stóru matsfyrirtækjanna er mjög nálægt einum sem bendir til þess að matsaðferðir þeirra séu mjög sambærilegar. Því ættu niðurstöður Reitunar einnig að vera mjög áþekkar. Auk þess kaupir Reitun þjónustu af Moodys, m.a. aðgengi að matskerfi þeirra sem Reitun notar samhliða sínu kerfi til að meta hvort munur sé á þessum tveimur matskerfum miðað við sömu forsendur.
Aðferðafræði matsfyrirtækja við lánshæfismöt byggir á að skoða ýmsa áhættutengda huglæga þætti og UFS þætti og vegur sá hluti almennt um 40-60% eftir atvinnugreinum. Fjárhagshlutinn endurspeglar hinn hlutann. Niðurstaðan er grunneinkunn. Sú einkunn getur breyst í gegnum aðlögunarþætti, sem eru nokkrir fyrirfram skilgreindir þættir sem geta haft áhrif á grunneinkunn til hækkunar eða lækkunar. Að lokum er horft til viðbótartrygginga, eigna eða ábyrgða. Niðurstaðan er lánshæfismatseinkunn sem endurspeglar greiðslufallslíkur og tapsáhættu. Lánshæfismat er hægt að vinna bæði á lántaka og fjármögnunni, þ.e. sitthvort matið.
Ávinningur
Flest stór og meðalstór fyrirtæki og aðrir rekstraraðilar ættu að geta notið góðs af vel unnu lánshæfismati. Þau ættu því að skoða þann möguleika vel. Ávinningur gæti verið margfaldur auk þess sem gott lánshæfismat gefur góða innsýn inn í áhættuþætti sem jafnvel var ekki búið að hugsa út í og tækifæri til að breyta. Lánshæfiseinkunn á að gefa góða vísbendingu um hvernig verðlagningu fjármögnunar sé háttað, þ.e. hvert vaxtaálagið gæti verið. Ekki er þó víst að það skili sér strax en vitneskjan er þó til staðar og gæti nýst á einhverjum tímapunkti. Auk þess er hægt að nota matið til að vinna í að bæta lánshæfismatið og þannig bæta lánskjör til lengdar.