top of page

UFS möt

Reitun framkvæmir UFS áhættumöt fyrir innlendan markað þar sem sjálfbærnistaða rekstraraðila er metin út frá áhættu, stjórnun og árangri. Reitun hefur framkvæmt UFS möt á öllum skráðum útgefendum hluta– og skuldabréfa í íslenskri Kauphöll síðan árið 2020 þar sem helstu viðskiptavinir eru fagfjárfestar. UFS mötin nýtast fjárfestum og lánveitendum við stýringu á eignasöfnum sínum en einnig fyrirtækjum sem nýta niðurstöður matsins til að þekkja betur og bæta sjálfbærnistöðu sína. 


UFS mat (e. ESG rating, is. UFS reitun) hefur náð mikilli útbreiðslu á alþjóðamarkaði sem aðferð við að meta rekstraraðila út frá upplýsingum um sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Matið gefur heildræna yfirsýn á því hvernig rekstraraðili stendur í sjálfbærni og hvar helstu tækifæri liggja til að gera betur Gefin er einkunn út frá frammistöðu sem veitir samanburð við aðra á markaði. UFS (e. ESG) stendur fyrir umhverfislega (e. Environmental) og félagslega (e. Social) þætti og stjórnarhætti (e. Governance). 
 

Ávinningur 

Fjárfestar og lánveitendur vilja sýna ábyrgð í verki og hafa samfélagslega góð áhrif í gegnum eignasafn sitt. Þá hefur verið sýnt fram á fjárhagslegan ávinning rekstraraðila til lengri tíma litið, sé vel staðið að UFS málum í starfsemi og getur því haft jákvæð áhrif á arðsemi. Það bendir einnig til þess að þau félög sem huga vel að þessum þáttum í starfsemi sinni séu betur stödd til að mæta auknum kröfum regluverksins, samfélagsins og breyttum heimsaðstæðum eins og loftlagsbreytingum sem lágmarka sjálfbærnitengda áhættu. Það er því til mikils að vinna að þekkja og taka tillit til UFS þátta til að ákvarðanatökur séu vel upplýstar.

UFS greining Reitunar setur fram með einföldum hætti fyrir lesanda hver sjálfbærnistaða rekstraraðila er. Niðurstöður matsins aðstoða fjárfesta og lánveitendur við stýringu og veitir betri yfirsýn á eignasöfnum.


 

Vilt þú auka þekkingu og yfirsýn á UFS frammistöðu eignasafnsins þíns með einföldum hætti?

Reitun vill aðstoða þig við að auka við UFS þekkingu á fjárfestinga- og lánakostum og halda yfirsýn yfir eignasafnið.

UFS
Ávinnngur
Fjárfesta
Anchor 1

Fjárfestar og lánveitendur

Reitun aðstoðar banka, lífeyrissjóði og aðra fagfjárfesta við að leggja mat á sjálfbærni frammistöðu félaga og hefur þjónustan hlotið jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum. Reitun getur aðstoðað þig við að auka við UFS þekkingu á fjárfestinga- og lánakostum og gefa góða yfirsýn yfir eignasafnið.

  • Einföld leið til að meta stöðu félaga og árangur út frá sjálfbærni

  • UFS mat veitir stuðning við stýringu og eftirfylgni á UFS áhættum eignasafnsins

  • Bætt innsýn inn í möguleg UFS tækifæri og áhættur

  • Samanburður á sjálfbærniframmistöðu félaga á innlendum markaði

  • Aukinn skilningur leiðir til betri ákvarðana um sjálfbæra framtíð

 

Þjónusta

  • UFS greining – skráð fyrirtæki

  • UFS greining – sértækar greiningar

  • Heildstætt UFS mat á eignasafni

  • Kolefnisfótspor eignasafnsins

  • Aðgengi að stafrænu kerfi með UFS gagnabanka

Fyrirtæki og stofnanir

Reitun er treyst fyrir framkvæmd á greiningu og mati þar sem fyrirtæki hafa nýtt niðurstöður til að ná auknum árangri í sjálfbærni og einfaldar þær samskipti við hagsmunaaðila um sjálfbærni stöðu þess. 

 

  • Heildstætt mat sem inniheldur 

       >   Gagnaöflun​ og fundi

       >   Greiningu og einkunnargjöf

       >   Ábendingar um bætingu og samanburður við aðra​​

  • Þekking á mikilvægum UFS áhættum og tækifærum

  • Skýr framsetning á helstu styrkleikum og veikleikum

  • Niðurstöður veita stuðning við rekstraraðila til að ná auknum árangri 

  • Auðveldari samskipti við hagsmunaaðila um sjálfbærnistöðu félagsins

 

Þjónusta

Leið 1

  • Ítarleg greining á UFS þáttum í starfseminni 

  • Lokaskýrsla með einkunn og niðurstöðum á hvern undirflokk matsins

  • Einblöðungur með samantekt á niðurstöðum 

  • Niðurstöðufundur​

Leið 2

  • Almenn greining á UFS þáttum í starfseminni

  • Lokaskýrsla með helstu niðurstöðum

  • Niðurstöðufundur 

Nánari upplýsingar um greiningarleiðir má sjá hér

Birgjamat

Birgjamat Reitunar styður við fyrirtæki sem vilja átta sig á sjálfbærni stöðu og áhættuþáttum í starfsemi birgja sinna. Góð þekking á birgjum ætti að vera fyrirtækjum mikilvæg til að draga úr eigin áhættu og tryggja sig betur með ábyrgum viðskiptasamböndum. Mikil tækifæri liggja hjá fyrirtækjum að stuðla að keðjuábyrgð í starfsemi sinni og aðstoða birgja sína að taka skref í rétta átt. Birgjamat Reitunar gefur góða yfirsýn um helstu vankanta aðfangakeðjunar og tækifæri sem í henni felast sem hjálpar fyrirtækjum að leiða samtalið áfram með sínum birgjum og hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.

 

  • Heildstætt mat sem inniheldur 

       >   Gagnaöflun​ og fundi

       >   Greiningu og einkunnargjöf

       >   Ábendingar um bætingu og samanburður við aðra​​

  • Betri þekking á UFS áhættum og tækifærum hjá einstaka birgja og aðfangakeðju í heild

  • Aðstoðar fyrirtæki að velja rétt og veita birgjum sínum stuðning og hvatningu áfram til batnaðar  

 

Þjónusta

  • Almenn greining á UFS þáttum í starfsemi birgjans

  • Lokaskýrslur þar sem farið er yfir stöðu einstakra birgja

  • Heildstæð lokaskýrsla með helstu niðurstöðum fyrir alla birgja

  • Kynningarfundur á niðurstöðum

Fyrirtæki
Birgjamat..

Vill fyrirtækið þitt leggja aukna áherslu á sjálfbærni og/eða bæta skilning um núverandi sjálfbærnistöðu þess?

 Fyrirtæki hafa nýtt niðurstöður til að ná auknum árangri í sjálfbærni og einfalda samskipti við hagsmunaaðila um sjálfbærni stöðu sína. Reitun getur aðstoðað fyrirtækið þitt í vegferð sinni um aukna sjálfbærni.

Greiningarleiðir

Aðferðafræði

Greiningarleiðir 

Reitun býður fyrirtækjum upp á tvær mismunandi greiningarleiðir í UFS sjálfbærnimati. Annarsvegar er greiningin almenn en hinsvegar er farið með ítarlegri hætti í gegnum alla þætti matsins. 

Leið 1 - Ítarlegri greining

Í leið 1 er félagið metið með ítarlegum hætti út frá stöðu og áhættu í umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. Unnið er út frá opinberum upplýsingum ásamt fundum með viðkomandi félag. Afurðin er 15-20 bls. lokaskýrsla sem farið er yfir niðurstöður þ.e. einkunnir niður á hvern undirflokk, sjálfbærnistöðu, framtíðarsýn og tillögur til að gera betur. Gerður er samanburður við aðra og helstu lykiltölur settar fram. Farið er yfir hvern og einn undirflokk matsins og gerð grein fyrir raunstöðu og kröfum hvern flokks fyrir sig.  Stutt samantekt á niðurstöðum er hægt að nýta í opinbera birtingu.  Skýrslur nýtast innanhúss og hentar vel þeim sem vilja sjá með skýrum hætti hvar tækifæri liggja til að gera betur og í samskiptum við hagaðila.. Niðurstöðufundur með greinendum fer fram í lok ferilsins.

Leið 2 - Almenn greining

Í leið 2 er félagið metið út frá stöðu og áhættu í umhverfis- og, félagsþáttum og stjórnarháttum. Unnið er út frá opinberum upplýsingum ásamt samtali við viðkomandi félag. Afurðin er 2 bls. lokaskýrsla sem farið er yfir helstu niðurstöður þ.e. einkunnir, sjálfbærnistöðu, framtíðarsýn og tillögur til að gera betur. Gerður er samanburður við aðra og helstu lykiltölur settar fram. Lokaskýrslan nýtist innanhúss og í samskiptum við hagaðila. Hægt er að fá samantekt á helstu niðurstöðum og nýta til opinberrar birtingar t.am. á heimasíðu. Niðurstöðufundur með greinendum fer fram í lok ferilsins.

Aðferðafræði við UFS mat

Reitun byggir aðferðafræði sína á grundvelli þekktra staðla á heimsvísu. Þar á meðal er horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, Sustainability Accounting Standards Board (SASB) og Global Reporting Intitiative (GRI). Mikilvægar breytur úr þessum stöðlum hafa verið settar saman í UFS leiðbeiningar sem gefnar eru út af NASDAQ. Atriðalisti Reitunar styður að miklu leyti við UFS áherslur NASDAQ en hefur dýpkaðað þær breytur sem gefur aukna innsýn inn í hvernig rekstraraðili stendur. Horft er til um 30 undirflokka sem skiptast undir umhverfisþætti, félagsþætti og stjórnarhætti. Þessir flokkar eru metnir út frá áhættu, stýringu og árangri. Matið er atvinnugreinamiðað, sem þýðir að gerð er grein fyrir áhættumismun á milli atvinnugreina.

 

Þættir sem horft er til í UFS greiningu Reitunar eru margvíslegir og geta verið breytilegir í gegnum tíma með auknum kröfum regluverksins og samfélagsins. Nokkrir þættir eru taldir upp hér að neðan. UFS matið byggir á opinberum upplýsingum ásamt ítarlegri upplýsingum sem veitt eru af félaginu þegar samstarfsvilji er fyrir hendi.

Dæmi um þætti sem er horft er til 

Þættir sem horft er til í UFS greiningu Reitunar eru margvíslegir og geta verið breytilegir í gegnum tíma með auknum kröfum regluverksins og samfélagsins. Nokkrir þættir eru taldir upp hér að neðan. UFS matið byggir á opinberum upplýsingum ásamt ítarlegri upplýsingum sem veitt eru af félaginu ef samstarfsvilji er fyrir hendi.

Aðferðafr
Greinigarleiðir

„Saman höfum við áhrif“

Það er okkar allra hagur að stuðla að betra samfélagi og umhverfi.  Krafa á að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð, verður sífellt meiri um heim allan. UFS greiningar veita heildræna yfirsýn á frammistöðu á sjálfbærniáhættu félaga og einfalt að meta hvort félög sýni samfélagslega ábyrgð í verki.

bottom of page