top of page

Um Reitun

Fyrirtækið

Reitun er greininga- og matsfyrirtæki á fjármálamarkaði og nær starfsemi þess til ársins 2005. Félagið  byrjaði sem lánshæfismatsfyrirtæki, síðan bættust sjálfbærnimötin (UFS mötin) við og að lokum markaðsgreiningar með því að gerast rekstraraðili IFS greininga.  Sögu IFS greininga má rekja aftur til ársins 2005, lánshæfismata til 2010 og UFS mata til ársins 2018.  Reitun metur því allar þessar helstu fjárfestagreiningar í dag og gefur það félaginu mikinn styrk og yfirsýn sem erfitt væri að fá með öðrum hætti. 

 

Styrkleikar Reitunar felast í þessari heildstæðri nálgun þriggja greininga- og matsstoða, reynslumiklum greinendum, vel skilgreindri aðferðafræði, gæðum gagna, tölvuvæðingu og aðgangi að erlendri þekkingu og kerfum.  Mestu skiptir þó að hafa góðan hóp öflugra viðskiptavina, bæði fjárfesta og rekstraraðila, og hefur Reitun verið svo heppið að njóta þess. Reitun býður bæði upp á þjónustusamninga varðandi markaðsgreiningar, UFS möt eða lánshæfismöt en tekur einnig að sér sérverkefni ef þau skarast ekki á við óhæði eða hlutleysi greininga- og matsþjónustunnar.  Með þjónustusamningum fá viðskiptavinir aðgengi að fullvaxinni greiningadeild og geta nýtt sér þjónustu hennar og sérsvið eftir eigin hentugleika. 

 

Reitun vill gera sitt allra besta í að styðja við fjárfesta og rekstraraðila með upplýsandi, skilvirkum og óháðum greiningum og mötum.  Félagið kýs varfærna og sanngjarna nálgun í sinni matsvinnu.  Öllu jafna eru greiningar og möt unnin af fleiri en einum greinanda og því ekki óalgengt að 2-3 greinendur vinni saman að þeim.  Reitun hefur margoft upplifað mikilvægi þess.  Hjá Reitun starfar góður hópur sérfræðingar með mikla þekkingu og áralanga reynslu.

nicolas-j-leclercq-gVFqYHCC4Bk-unsplash.jpg
bottom of page