top of page

Markaðsgreiningar& verðmöt hlutabréfa

Þjónusta

Markaðsgreiningar samanstanda af hlutabréfagreiningum skráðra félaga í íslenskri Kauphöll, umfjöllun um skuldabréfamarkaðinn bæði ríkisskuldabréf og fyrirtækjaskuldabréf, gengi gjaldmiðla og hrávara, ásamt greiningu á efnahagsmálum. Reitun hefur undanfarin 2-3 ár verið rekstraraðili IFS greininga sem rekur sögu sína aftur til ársins 2005 en bera nú nafnið markaðsgreiningar. 

Megináhersla er lögð á hlutabréfagreininga skráðra félaga en einnig greiningar á fyrirtækjaskuldabréfum.  Reglulegar greiningar eru einnig á ríkisskuldabréfum og gjaldmiðlum. Minni útgáfur er varða efnahagsmál eru reglulega birtar. Morgunpóstur er gefinn út alla virka daga til allra viðskiptamanna Reitunnar.

Meiri breidd og aukin tækni

Í vaxandi mæli viljum við samnýta það öfluga greiningateymi sem starfar hjá Reitun, hvort sem er í markaðsgreiningum eða öðrum greiningum.  Verðmatsgreiningar munu því njóta góðs af UFS greiningavinnu og lánshæfisgreiningum. Reitun hefur tekið mörg skref framávið í þróun tölvukerfa til að auka sjálfvirkni, öryggi, tíðni, dýpt og breidd verðmatsgreininga. 

Mark þjon
Breidd

„Við hjá Reitun getum veitt stuðning við fjárfestingaákvarðanir með markaðsgreiningum og tökum að okkur sérverkefni.“

Við tökum ávallt öll stök verkefni til skoðunar, sem dæmi sértæka verðmats vinnu eða sérhæfaðari ráðgjafaverkefni.

Útgáfuferli

Þar sem megináhersla markaðsgreininga er á verðmöt hlutabréfa þá verður farið hér yfir hvernig hefðbundið útgáfuferli fer fram.

1 / Afkomuspá

2 / Viðbrögð 

3 / Virðismat

4 / Tæknigreiningaryfirlit

Afkomuspá

Í byrjun hvers ársfjórðungs eru gefnar út afkomuspár þar sem spáð er fyrir um afkomu viðkomandi félags í nýliðnum ársfjórðungi ásamt því að gera grein fyrir helstu niðurstöðum og áhrifum á virðismat. 

Viðbrögð

Þegar afkomutilkynning liggur fyrir er samdægurs gefin út viðbrögð við uppgjöri og send út. Þar er jafnframt farið yfir ástæður helstu frávika frá fyrri spá og lausleg áhrif uppgjörs á virðismat.

Virðismat

Þegar búið er að skoða niðurstöðu betur og hafa samband við viðkomandi félag er unnið virðismat og gefið út. Reynt er að hafa tímann frá tilkynningu til virðismats sem stystan.

Tæknigreiningaryfirlit

Tæknigreiningaryfirlit eru gefin út vikulega fyrir hlutabréfavísitölur og nokkur félög.

útg
bottom of page